Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta 19. september 2006 22:30 Hermenn á götum Bangkok í dag. MYND/AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var. Erlent Fréttir Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var.
Erlent Fréttir Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira