Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna 14. september 2006 09:25 Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lagði til að haldið yrði prófkjör vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar næsta vor. Í tilkynningu segir Sigurður Kári að í komandi prófkjöri muni hann sækjast eftir því að honum verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík. "Því býð ég mig fram í 4. sæti í komandi prófkjöri," segir Sigurðu Kári Kristjánsson í tilkynningunni. Að undangengnu prófkjöri haustið 2002 var Sigurður Kári kjörinn þingmaður Reykvíkinga í Alþingiskosningunum vorið 2003. Á Alþingi gegnir hann formennsku í menntamálanefnd Alþingis, en á jafnframt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í utanríkismálanefnd. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í Norðurlandaráði og gegnir formennsku Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál. "Ég hef um langt skeið starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ásamt því að vera þingmaður flokksins hef ég átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn hans, gengt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, átt sæti í stjórn Heimdallar og gegnt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttakandi í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, menntamál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Íslandi miklu varða," segir Sigurður Kári í tilkynningunni. Sigurður Kári Kristjánsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Áður en hann var kjörinn Alþingismaður starfaði hann sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Sigurður Kári er í sambúð með Birnu Bragadóttur, flugfreyju og háskólanema. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lagði til að haldið yrði prófkjör vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar næsta vor. Í tilkynningu segir Sigurður Kári að í komandi prófkjöri muni hann sækjast eftir því að honum verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík. "Því býð ég mig fram í 4. sæti í komandi prófkjöri," segir Sigurðu Kári Kristjánsson í tilkynningunni. Að undangengnu prófkjöri haustið 2002 var Sigurður Kári kjörinn þingmaður Reykvíkinga í Alþingiskosningunum vorið 2003. Á Alþingi gegnir hann formennsku í menntamálanefnd Alþingis, en á jafnframt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í utanríkismálanefnd. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í Norðurlandaráði og gegnir formennsku Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál. "Ég hef um langt skeið starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ásamt því að vera þingmaður flokksins hef ég átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn hans, gengt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, átt sæti í stjórn Heimdallar og gegnt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttakandi í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, menntamál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Íslandi miklu varða," segir Sigurður Kári í tilkynningunni. Sigurður Kári Kristjánsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Áður en hann var kjörinn Alþingismaður starfaði hann sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Sigurður Kári er í sambúð með Birnu Bragadóttur, flugfreyju og háskólanema.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira