Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur.
Mengunarslys við Hólmsá
Mest lesið




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent


Barn á öðru aldursári lést
Innlent



Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent
