Tvísýnar kosningar í Svíþjóð 13. september 2006 12:30 Göran Persson, forsætisráðherra í Svíþjóð og formaður Jafnaðarmannaflokksins (t.v.), og Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins. MYND/AP Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa til þings. Kannanir sænsku könnunarfyrirtækjanna Synovate Temo og Sifo sýna að ekki hefur verið jafn mjótt á mununum síðan 1979. Samkvæmt báðum könnunum hefur stjórnarandstaðan örlítið forskot á ríkisstjórn Görans Persson, forsætisráðherra. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum. Fylgi Þjóðarflokksins, annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mælist um 8% sem er meira en búist var við eftir að njósnahneysli tengt flokknum komst í hámæli á dögunum. Þá komst upp um það að nokkrir starfsmenn flokksins hefðu brotist inn á lokað vefsvæði Jafnaðarmanna. Blaðafulltrúar flokksins og formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Vestur-Svíþjóð eru sakaðir um að hafa brotist inn á síðuna. Afsagnar Lars Leijerborg, formanns flokksins, hefur verið krafist en hann hefur sagt að hann hafi ekki vitað af njósnunum fyrr en þær komust í hámæli. Per Jodenius, annar blaðafulltrúinn, staðfesti það í viðtali við sænska útvarpið. Í fyrrakvöld gerði sænska lögreglan sprengju óvirka við kosningaskrifstofu Þjóðarflokksins við Gustav Adolfs-torg í Malmö. Svæðið var rýmt og sprengjan flutt burt og gerð óvirk. Ekki liggur fyrir hverjir komu sprengjunni fyrir en málið hefur valdið miklum óróa meðal flokksmanna. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa til þings. Kannanir sænsku könnunarfyrirtækjanna Synovate Temo og Sifo sýna að ekki hefur verið jafn mjótt á mununum síðan 1979. Samkvæmt báðum könnunum hefur stjórnarandstaðan örlítið forskot á ríkisstjórn Görans Persson, forsætisráðherra. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum. Fylgi Þjóðarflokksins, annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mælist um 8% sem er meira en búist var við eftir að njósnahneysli tengt flokknum komst í hámæli á dögunum. Þá komst upp um það að nokkrir starfsmenn flokksins hefðu brotist inn á lokað vefsvæði Jafnaðarmanna. Blaðafulltrúar flokksins og formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Vestur-Svíþjóð eru sakaðir um að hafa brotist inn á síðuna. Afsagnar Lars Leijerborg, formanns flokksins, hefur verið krafist en hann hefur sagt að hann hafi ekki vitað af njósnunum fyrr en þær komust í hámæli. Per Jodenius, annar blaðafulltrúinn, staðfesti það í viðtali við sænska útvarpið. Í fyrrakvöld gerði sænska lögreglan sprengju óvirka við kosningaskrifstofu Þjóðarflokksins við Gustav Adolfs-torg í Malmö. Svæðið var rýmt og sprengjan flutt burt og gerð óvirk. Ekki liggur fyrir hverjir komu sprengjunni fyrir en málið hefur valdið miklum óróa meðal flokksmanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira