Blair í Ísrael 9. september 2006 18:45 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans. Erlent Fréttir Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira