Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera 8. september 2006 18:30 Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár. Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira