Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir brot gegn valdstjórninni.
Honum var gefið að sök að hafa hótað þremur lögreglumönnum á Ísafirði að lífláta þá, fjölskyldur þeirra og börn þegar þeir voru að handtaka hann í febrúar síðastliðnum. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið verulega ölvaður þegar hann hótaði lögreglumönnunum en ekki sé hægt að afgreiða slíkt semmeiningarlaust drykkjuraus. Í ljósi þess að maðurinn hafði áður hlotið dóm þótti tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.