Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter var laust eftir klukkan sjö í morgun vestur af Djúpuvík í Reykjafirði á Ströndum. Annar minni skjálfti að stærð 2,7 varð á sömu slóðum nokkrum mínútum fyrir. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir skjálftunum. Þetta munu vera innflekaskjálftar en ekki er gert ráð fyrir frekari skjálftavirkni þarna.

