Byggingakostnaður DR fór langt fram úr áætlun 7. september 2006 15:30 Kostnaður við byggingu nýs húss danska ríkisútvarpsins (DR) í Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 600 milljónir danskra króna eða tæplega 7,2 milljarða íslenskra króna fram úr kostnaðaráætlun. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnar DR klukkan 16 að dönskum tíma í dag. Fram kom á fundinum að bygging hússins reyndist erfiðari en áður var áætlað og því hafi kostnaðurinn farið fram úr öllu valdi. Sér DR ekki annan kost í stöðunni en að taka lán vegna umframkostnaðarins og framkvæmdanna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Kenneth Plummer, forstjóra DR, á fundinum að hann hafi vitað þetta í um hálfan mánuð og hafi honum brugðið þegar hann sá tölurnar. Þá muni tafir við byggingu hússins hafa orðið til þess að afhending hússins dragist fram til sumars árið 2008 en upphaflega stóð til að afhenda það í desember á þessu ári. Ennfremur sagði hann að ekki verði stokkað upp hjá DR vegna þessa. Hvorki verði neinum sagt upp né dagskrárliðir felldir niður. Bent Fjord, fjármálastjóri DR, sagði af sér í dag vegna málsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kostnaður við byggingu nýs húss danska ríkisútvarpsins (DR) í Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 600 milljónir danskra króna eða tæplega 7,2 milljarða íslenskra króna fram úr kostnaðaráætlun. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnar DR klukkan 16 að dönskum tíma í dag. Fram kom á fundinum að bygging hússins reyndist erfiðari en áður var áætlað og því hafi kostnaðurinn farið fram úr öllu valdi. Sér DR ekki annan kost í stöðunni en að taka lán vegna umframkostnaðarins og framkvæmdanna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Kenneth Plummer, forstjóra DR, á fundinum að hann hafi vitað þetta í um hálfan mánuð og hafi honum brugðið þegar hann sá tölurnar. Þá muni tafir við byggingu hússins hafa orðið til þess að afhending hússins dragist fram til sumars árið 2008 en upphaflega stóð til að afhenda það í desember á þessu ári. Ennfremur sagði hann að ekki verði stokkað upp hjá DR vegna þessa. Hvorki verði neinum sagt upp né dagskrárliðir felldir niður. Bent Fjord, fjármálastjóri DR, sagði af sér í dag vegna málsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira