Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í Bretlandi en þeir standa í 4,75 prósentum. Í rökstuðningi stjórnarinnar fyrir ákvörðuninni segir að þrátt fyrir hættu á aukinni verðbólgu þá hafi verð á helstu vöruflokkum, þar á meðal olíu, lækkað nokkuð síðustu vikurnar.
Almennt var búist við þessari niðurstöður en greiningaraðilar spá stýrivaxtahækkun í Bretlandi síðar á árinu.
Bankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðasta mánuði en það var fyrsta vaxtahækkun hans í tvö ár.