Verð á hráolíu lækkaði í rafrænum viðskiptum á helstu mörkuðum í dag og fór undir 68 dali á tunnu. Helsta ástæða lækkunarinnar er tilkynning frá þremur olíufyrirtækjum í gær að tilraunaboranir á djúpsævi við Mexíkóflóa hafi skilað góðum árangri. Sérfræðingar þetta stærsta olíufund í mannsaldur.
Hráolíuverðið lækkaði um 37 sent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og fór í 68,27 bandaríkjadali á tunnu. Þá lækkaði verðið á Norðursjávarolíu um 16 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 67,37 dali á tunnu.