Lögreglan gengur hart fram gegn mótmælendum og brýtur jafnvel stjórnarskrá. 5. september 2006 19:17 Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson segir greinilegt að dagskipun lögreglunnar sé að mótmæli skuli alls ekki líðast.Hann veltir líka fyrir sér hvort andófsmenn séu á skrá lögreglunnar því reglur um þessi málefni séu ekki birtar og erfitt að afla upplýsinga. Þetta kom fram í máli Ragnars á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík sem fjallaði um réttarstöðu mótmælenda. Ragnar segist vita til þess að þeir sem taka þátt í mótmælum verði jafnvel fyrir áföllum eins og atvinnumissi eða fái ekki framgang í störfum. Ragnar segir að réttarstaða andófsmanna sé betri í dag en áður. Aðspurður um hvort lögreglan sé æstari í garð mótmælenda og aðgerðir hennar harkalegri nú en áður,segir Ragnar að auðvitað sé dæmi um harkalegar aðgerðir lögreglunnar til að mynda frá árinu 1974 en í máli mótmælenda vegna Kárahnjúkavirkjunnar sé alveg á hreinu að framgangur lögreglu hafi stangast á við stjórnarskrá. Ragnar segir líka mikinn mun á því hvernig tekið er á erlendum andófsmönnum hér landi og vísar þar í meðferð lögreglu á Falun Gong-liðum sem hingað komu til lands. Hann segist vita til þess að lögreglumenn hafi í þeim málum óhlýðnast meðvitað yfirmönnum sínum, þ.e. ráðherrum sem hafi viljað sjá harkalegri framgöngu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hélt líka erindi á fundinum og er ósammála staðhæfingum Ragnars. Hann segir að hlutverk lögreglunnar sé skýrt þegar um mótmæli sé um að ræða og andófsmenn séu ekki á skrá lögreglunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson segir greinilegt að dagskipun lögreglunnar sé að mótmæli skuli alls ekki líðast.Hann veltir líka fyrir sér hvort andófsmenn séu á skrá lögreglunnar því reglur um þessi málefni séu ekki birtar og erfitt að afla upplýsinga. Þetta kom fram í máli Ragnars á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík sem fjallaði um réttarstöðu mótmælenda. Ragnar segist vita til þess að þeir sem taka þátt í mótmælum verði jafnvel fyrir áföllum eins og atvinnumissi eða fái ekki framgang í störfum. Ragnar segir að réttarstaða andófsmanna sé betri í dag en áður. Aðspurður um hvort lögreglan sé æstari í garð mótmælenda og aðgerðir hennar harkalegri nú en áður,segir Ragnar að auðvitað sé dæmi um harkalegar aðgerðir lögreglunnar til að mynda frá árinu 1974 en í máli mótmælenda vegna Kárahnjúkavirkjunnar sé alveg á hreinu að framgangur lögreglu hafi stangast á við stjórnarskrá. Ragnar segir líka mikinn mun á því hvernig tekið er á erlendum andófsmönnum hér landi og vísar þar í meðferð lögreglu á Falun Gong-liðum sem hingað komu til lands. Hann segist vita til þess að lögreglumenn hafi í þeim málum óhlýðnast meðvitað yfirmönnum sínum, þ.e. ráðherrum sem hafi viljað sjá harkalegri framgöngu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hélt líka erindi á fundinum og er ósammála staðhæfingum Ragnars. Hann segir að hlutverk lögreglunnar sé skýrt þegar um mótmæli sé um að ræða og andófsmenn séu ekki á skrá lögreglunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira