26 ára gamall maður leitaði á slysadeild í Reykjavík upp úr eitt í nótt eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið. Hann þekkti til árásarmanns síns og náðist sá á hlaupum um hálffjögur í nótt, skammt frá heimili sínu í austurborginni. Hann er aðeins sextán ára en fékk að eyða nóttinni í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag. Meiðsl af hnífsstungunni munu hins vegar ekki hafa verið jafn alvarleg og fyrst var haldið, að sögn lögreglu.
Stunginn með hnífi í bakið

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent

