Lögregla og slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna áreksturs þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs í Breiðholti í Reykjavík.
Einn var fluttur á slysadeild og þurfti lögregla að beita klippum til að ná honum úr flaki bílsins.
Frekari upplýsingar var ekki að fá hjá lögreglu og slökkviliði að svo stöddu.