
Sport
Loeb í góðri stöðu

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb á Citroen, hefur þægilega 25 sekúndna forystu á finnska ökuþórinn Marcus Grönholm þegar öðrum keppnisdeginum í Japansrallinu er lokið. Með sigri getur Loeb ekki aðeins farið langt með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð, heldur getur hann jafnað met Carlos Sainz með sínum 27. sigri á ferlinum.