Saksóknarar ætla ekki að krefjast dauðadóms yfir manni sem er meðal átta hermanna sem ákærðir eru fyrir morð og aðra glæpi meðan á herþjónustu þeirra stóð í Írak.
Landgönguliðinn er ákærður fyrir að skjóta óbreyttan íraskan borgara í apríl síðastliðnum en félagar hans hjálpuðu til við að binda hann og draga hann út af heimili hans og husla hann í holu við þjóðvegarbrún. Þeir lögðu einnig sjálfvirkan riffil í hendur hans til að láta líta út fyrir að Írakinn hefði verið vígbúinn þegar hermennirnir rákust á hann. Maðurinn hefur neitað sök við réttarhöldin.