Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði.
Greiningaraðilar eru bjartsýnir fyrir árið í heild og spá 3,0 prósenta hagvexti á þriðja ársfjórðungi sem er 50 punktum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.
Nokkrir greiningaraðilar telja litlar líkur á að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í september en niðurstaða síðasta fundar varð sú að halda stýrivöxtum óbreyttum. Virðist sem vaxtahækkanaferli bankans sé á enda, að margra mati. Aðrir eru á öðru máli og búast við lítilli hækkun að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi.