Neyðarástand vegna Ernesto 29. ágúst 2006 12:45 Bush Bandaríkjaforseti á ferð um svæðið fyrir tæpu ári. MYND/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira