Syrgir mannræningja sinn 28. ágúst 2006 19:30 Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira