Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð.
Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,10 prósent eða 175,07 punkta og endaði í 15.762,59 stigum, en það er lægsta gildi vísitölunnar síðan 11. ágúst síðastliðinn.
Lækkunin varð mest hjá bílaframleiðendum og í fjármálafyrirtækjum og leiddi það lækkun vísitölunnar.
Fréttastofan Associated Press segir japanska fjárfesta halda að sér höndum áður en upplýsingar um atvinnuleysi í landinu verða birtar á morgun. Þá munu margir bíða þess að upplýsingar um framleiðslu verði birtar á fimmtudag.
Hlutabréf lækkuðu í Japan

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent