Landlæknir á leið til Malaví 25. ágúst 2006 22:54 Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár. Fréttir Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira