Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku 23. ágúst 2006 19:00 MYND/Hrönn Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Innlent Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira