Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal 22. ágúst 2006 19:45 Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira