Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál 22. ágúst 2006 13:21 Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Fréttir Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Sjá meira
Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál.
Fréttir Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Sjá meira