Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál 22. ágúst 2006 13:21 Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Fréttir Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál.
Fréttir Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira