Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal 21. ágúst 2006 19:00 Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira