Framkvæmdirnar njóta stuðnings 20. ágúst 2006 05:15 Geir H. Haarde segir vissulega eftirsjá að því landi sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Efnahagsleg áhrif framkvæmdanna vegi hins vegar þyngra. Hér má sjá Ómar Ragnarsson leiða hópinn í gönguferð um Kringilsárrana. MYND/VILHELM Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn hafa gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar þegar ráðist var í framkvæmdirnar. Hins vegar verði alltaf að eiga sér stað ákveðið hagsmunamat þegar stórar ákvarðanir eru teknar. „Ég tel að við höfum tekið hárrétta ákvörðun. Auðvitað er alltaf eftirsjá að landi sem hverfur. Hins vegar er mikið af þessu örfokaland, þótt eitthvað sé um gróin svæði. Ef ég ætti að velja efnahagsáhrifin af virkjuninni eða að halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega sama kost og við gerðum á sínum tíma," sagði Geir á Kárahnjúkum. Geir heimsótti í gær virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar undir leiðsögn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns. Með í för voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, auk þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Arnbjargar Sveinsdóttur. Ómar flaug með hópinn í eins hreyfils flugvél vítt og breitt yfir virkjanasvæðið og sýndi þeim stóran hluta þess svæðis sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Ferðinni lauk svo á Kringilsárrana sem verður á um sextíu metra dýpi. Þaðan leiddi Ómar hópinn í gönguferð um svæðið. Geir H. Haarde sagðist vera að sjá marga þá staði sem Ómar sýndi hópnum í fyrsta skipti. „Ég hef náttúrulega skoðað virkjanasvæðið og þar í kring. Þetta er þó nýtt að sumu leyti og einstaklega gaman að sjá svæðið úr lofti, sérstaklega í fylgd þessa einstaka leiðsögumanns." Virkjunin við Kárahnjúka hefur verið mikið hitamál í samfélaginu en Geir telur ekki leika vafa á því að framkvæmdirnar njóti stuðnings. „Ákvörðunin var tekin lögum samkvæmt og ég held að hún njóti stuðnings bæði í flestum stjórnmálaflokkum og meðal þjóðarinnar." Ómar Ragnarsson segir ferðina hafa gengið vel í alla staði. Það hafi verið mikil ánægja og heiður að fylgja hópnum um svæðið. „Þessar ferðir mínar um svæðið eru fyrst og fremst til að miðla upplýsingum. Síðan er það fólks að vinna úr þeim upplýsingum." Ómar hefur einnig boðið ráðherrum Framsóknarflokksins í skoðunarferð um virkjunarsvæðið; þegar hafa þau Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz þekkst boðið. Þá liggur sams konar boð á borði forsvarsmanna helstu fjölmiðla og forseta Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn hafa gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar þegar ráðist var í framkvæmdirnar. Hins vegar verði alltaf að eiga sér stað ákveðið hagsmunamat þegar stórar ákvarðanir eru teknar. „Ég tel að við höfum tekið hárrétta ákvörðun. Auðvitað er alltaf eftirsjá að landi sem hverfur. Hins vegar er mikið af þessu örfokaland, þótt eitthvað sé um gróin svæði. Ef ég ætti að velja efnahagsáhrifin af virkjuninni eða að halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega sama kost og við gerðum á sínum tíma," sagði Geir á Kárahnjúkum. Geir heimsótti í gær virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar undir leiðsögn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns. Með í för voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, auk þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Arnbjargar Sveinsdóttur. Ómar flaug með hópinn í eins hreyfils flugvél vítt og breitt yfir virkjanasvæðið og sýndi þeim stóran hluta þess svæðis sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Ferðinni lauk svo á Kringilsárrana sem verður á um sextíu metra dýpi. Þaðan leiddi Ómar hópinn í gönguferð um svæðið. Geir H. Haarde sagðist vera að sjá marga þá staði sem Ómar sýndi hópnum í fyrsta skipti. „Ég hef náttúrulega skoðað virkjanasvæðið og þar í kring. Þetta er þó nýtt að sumu leyti og einstaklega gaman að sjá svæðið úr lofti, sérstaklega í fylgd þessa einstaka leiðsögumanns." Virkjunin við Kárahnjúka hefur verið mikið hitamál í samfélaginu en Geir telur ekki leika vafa á því að framkvæmdirnar njóti stuðnings. „Ákvörðunin var tekin lögum samkvæmt og ég held að hún njóti stuðnings bæði í flestum stjórnmálaflokkum og meðal þjóðarinnar." Ómar Ragnarsson segir ferðina hafa gengið vel í alla staði. Það hafi verið mikil ánægja og heiður að fylgja hópnum um svæðið. „Þessar ferðir mínar um svæðið eru fyrst og fremst til að miðla upplýsingum. Síðan er það fólks að vinna úr þeim upplýsingum." Ómar hefur einnig boðið ráðherrum Framsóknarflokksins í skoðunarferð um virkjunarsvæðið; þegar hafa þau Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz þekkst boðið. Þá liggur sams konar boð á borði forsvarsmanna helstu fjölmiðla og forseta Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira