Lögreglumenn úr Hafnarfirði og Kópavogi fóru aftur í fíknefnaleit í gærkvöldi, eftir að hafa handtekið sex menn vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld, og handtóku aðra sex í gærkvöldi og í nótt.
Í fórum þeirra fannst amfetamín , hass og eitthvað af E- töflum. Í öllum tilvikum var um svonefnda neysluskammta að ræða og var fólkinu sleppt að yfirheyrslum loknum í nótt. Í fyrrinótt fanst hinsvegar marfalgt meira magn, sem ætlað var til sölu, og ýmis vopn, sem fíkniefnasalar virðast vera farnir að hafa tiltæk.-