Fagaðilar óttast breytingar 17. ágúst 2006 22:15 Björn Ingi Hrafnsson MYND/Hörður Sveinsson Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna. Borgarráð samþykkti í dag að stofna nýtt leikskólaráð sem á að fara með málefni leikskólanna og daggæslu. Þessi mál hafa verið á forræði menntaráðs síðasta eina og hálfa árið. Björn Ingi vísar því á bug að með þessu sé verið að búa til formannsstól fyrir Sjálfstæðisflokk. Hann segir málefni leikskólans það mikilvæg að þau þurfi sér ráð. Í menntaráði hafi málefni leikskólans aðeins fengið 20% af tíma ráðsins. Í fréttatilkynningu segir að faglegar ástæður liggi að baki ákvörðun borgarstjórnar. Leikskólamálin fái ekki næga umfjöllun eins og er. Málið hafi verið rætt og fulltrúar meirihlutans hafi fengið ábendingar frá fagaðilum. Menntaráð fagnar einnig breytingunum. Fulltrúar leikskólakennara eru þó ekki á sama máli. Stjórn Kennarasamband Íslands sendi frá sér ályktun seinnipartinn í dag þar sem vinnubrögð meirihlutans eru fordæmd. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína. Leikskólastjórar hafa áður sent frá sér svipaða ályktun og Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs, voru í morgun afhentar um 700 undirskriftir leikskólakennara sem mótmæltu klofningi menntaráðs harðlega. Björn Ingi segir þessi viðbrögð lýsa að einhverju leyti hræðslu við breytingar. Þessir sömu aðilar hafi mótmælt þegar fræðsluráð og leikskólaráð voru sameinuð í eitt menntaráð. Hann vilji því fullvissa fólk um að meirihlutinn hyggist standa vel að málum. Nýtt leikskólaráð muni efla leikskólann og styrkja.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira