Öll símtöl við þjónustuver Orkuveitu Reykjavíkur eru hljóðrituð, meðal annars til þess að vernda öryggi starfsmanna, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, í viðtali við Fréttablaðið.
Hann segir dæmi þess að þeim hafi verið hótað líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti. Öllum, sem hringja í þjónustuver Orkuveitunnar er tilkynnt að símtölin verði hljóðrituð, áður en þeir fá samband við þjónustuverið.