Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu 16. ágúst 2006 18:52 Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira