Gæðamat á íslenskum vegum 15. ágúst 2006 19:37 Mynd/Einar Ólasson Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð. Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira