Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni 15. ágúst 2006 13:15 Frá Reykjavíkurmaraþoni í fyrra. MYND/Vilhelm Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur Fréttir Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur
Fréttir Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira