Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni 15. ágúst 2006 13:15 Frá Reykjavíkurmaraþoni í fyrra. MYND/Vilhelm Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira