Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni 15. ágúst 2006 13:15 Frá Reykjavíkurmaraþoni í fyrra. MYND/Vilhelm Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur Fréttir Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur
Fréttir Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira