Norskir dagar verða haldnir á Seyðisfirði á morgun, 12. ágúst og í ár er einnig haldið upp á 100 ára afmæli símasambands við útlönd. Þetta er í 10 sinn sem Norskir dagar eru haldnir en í ár eru þeir lengri og viðameiri vegna afmæli sæsímans. Margt verður á boðstólnum svo sem tónleikar, kvikmyndahátíð, eldsmiður og svo munu Seyðfirðingar vera með kaffiboð með þeim hætti að setja norska veifu útí garð og þannig bjóða fólk velkomið í kaffi og spjall.