Erlendir ferðamenn teknir fyrir hraðakstur

Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl var stöðvaður á rösklega 160 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi , skammt frá Hvolsvelli í gær og þrír aðrir útlendingar á 110 til 130 kílómetra hraða. Í fyrradag stöðvaði svo lögreglan í Vík ítalska húsmóður, eftir að hún hafði mælst á 145 kílómetra hraða, en hún var með eiginmann sinn og tvö börn í bílnum.