Lögreglan í Kópavogi handtók fimm unga menn í tengslum við þrjú fíkniefnamál, sem komu upp við umferðareftirlit í bænum í gærkvöldi og í nótt. Kannabisefni og E töflur fundust á mönnunum, sem eru á aldrinum 18 til 20 ára. Þeim var sleppt að yfirheyrslun loknum og fara nú mál þeirra til ákæruvaldsins.
Fimm handteknir vegna fíkniefna
