Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu 8. ágúst 2006 19:00 Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira