Aðeins 107 kaupsamningum vegna íbúðakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er 28 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Meðaltalið hefur líka lækkað ört, eða úr 150 samningum fyrir þremur vikum niður í 135 núna. Húsnæðiskaupveltan var 2,7 milljaðrar og hefur aðeins mælst lægri í janúar og apríl, á árinu. Meðal upphæð samninga lækkaði lítillega í síðustu viku, frá 12 vikna meðaltalinu.
