Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar 6. ágúst 2006 18:57 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira