Rigning og ein nauðgunartilraun 6. ágúst 2006 18:45 MYND/Jóhann Ingi Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira