Rigning og ein nauðgunartilraun 6. ágúst 2006 18:45 MYND/Jóhann Ingi Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira