Bjargaðist úr sjálfheldu í Krossá
Rúta festist í Krossá inni í Þórsmörk um áttaleytið í kvöld. Bílstjóri rútunnar var einn um borð og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli bjargaðist hann á þurrt eftir að hann hafði sparkað upp afturrúðu rútunnar. Björgunarsveitir höfðu verið kallaðar út en voru afturkallaðar. Starfsmenn Kynnisferða vinna nú að því að draga rútuna á þurrt.