Verslunarmannahelgin að bresta á 3. ágúst 2006 17:49 Af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum MYND/Ómar Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna. Fréttir Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira