
Innlent
Avion gerir tilboð í kanadískt fyrirtæki
Avion Group hefur gert tilboð í kanadíska fyrirtækið Atlas Cold Storage Income Trust, sem metið er á 37 milljarða íslenskra króna. Avion Group gerir tilboðið fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags, sem heitir Eimskip Atlas Canada. Kanadíska fyrirtækið rekur 53 kæli- og frysitgeymslur í Norður Ameríku. Ef af kaupunum verður , tvöfaldast velta Eimskips og verður 70 milljarðar króna á ári.-