Umboðsmaður Tomas Gravesen hefur viðurkennt að Real Madrid vilji losna við þennan fyrrum leikmann Everton og að endurkoma í ensku úrvalsdeildina sé líkleg.
Umboðsmaðurinn sagði; ,,Hann myndi gjarnan vilja vera áfram hjá Real, en liðið vill að hann reyni fyrir sér annars staðar."
Gravesen naut sín vel á Englandi og er einungis þrítugur. Hann ætti því enn að geta staðið sig vel hjá toppliði í ensku úrvalsdeildinni.
Umboðsmaðurinn dró samt úr sögusögnum þess efnis að Gravesen sé á leið til Newcastle eins og breskir fjölmiðlar hafa verið að halda fram.
Nokkur lið eru sögð hafa haft samband við Real varðandi möguleg kaup á leikmanninum sem að lék aðeins 7 leiki fyrir real á seinustu leiktíð.