Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur 31. júlí 2006 22:49 MYND/Heiða Helgadóttir Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu. Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. Að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hringdi starfsmaðurinn sig inn veikan um hálf tíu, klukkutíma áður en vaktin átti að hefjast, tók svo inn verkjalyf og lagði sig. Stuttu síðar hringdi trúnaðarlæknir fyrirtækisins í hann og boðaði hann á stofuna til sín í skoðun. Þegar maðurinn kvaðst ekki treysta sér til þess kom trúnaðarlæknirinn heim til hans, skoðaði hann og úrskurðaði hann vinnufæran. Síðan hafi maðurinn verið þvingaður til vinnu þrátt fyrir mótmæli sín. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir ekki rétt að tala um þvingun í þessu sambandi. Leyfilegt sé að biðja trúnaðarlækna um að skoða starfsmenn og trúnaðarlæknir hafi úrskurðað manninn vinnufæran. Maðurinn hafi leitað annars álits, sérstaklega í ljósi þess að hann hafði tekið inn verkjalyf, en sá læknir mat hann einnig vinnufæran, og taldi verkjalyfin farin úr honum. Maðurinn hafi þá mætt til vinnu. Trúnaðarlæknir hafi verið beðinn um að líta á manninn í ljósi deilna flugumferðarstjóra við Flugmálastjórn að undanförnu og mikilla veikinda starfsmanna. Loftur segir manninn hafa verið veikan. Vinnubrögð Flugmálastjórnar séu ótrúleg og ekki til fyrirmyndar. Flugumferðarstjórar eigi að vera heima þegar þeir séu veikir og treysti sér ekki til vinnu. Hætt sé við því að starfsmenn fari að mæta veikir til vinnu af ótta við heimsóknir trúnaðarlækna og valdbeitingu yfirmanna, og stofna þar með flugöryggi í hættu.
Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira