Réðist með ofbeldi inn á skrifstofur Bónusvideo 31. júlí 2006 18:30 Karlmaður á þrítugsaldri réðst inn á skrifstofur Bónusvídeós í Hafnarfirði í dag, barði tvær konur og reyndi að ræna töskum með peningum í. Hann var yfirbugaður af vegfarendum eftir að hafa stokkið út um glugga í meira en fjögurra metra hæð. Maðurinn, sem virðist hafa þekkt eitthvað til, fór inn um dyrnar sem við sjáum hér og beinustu leið upp stiga sem liggur inn á skrifstofurnar á annarri hæð. Fyrir utan beið félagi hans á bíl. Þegar maðurinn kom inn á skrifstofurnar laus upp úr klukkan eitt voru þar tvær konur að störfum, sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar maðurinn réðist á þær og kýldi í jörðina. Að því loknu tók hann töskur með peningum í, notaðist við hamar til að brjóta stóra rúðu og henti ránsfengnum þar út. Sjálfur stökk maðurinn svo út um gluggann, beinustu leið á eftir fengnum. Nokkrir vaskir vegfarendur sem áttu leið hjá náðu að elta manninn uppi og halda honum þar til lögregla kom á vettvang. Félagi hans sem beið á bílnum fyrir utan brunaði strax í burtu. Lögreglan leitar hans enn og ekki liggur fyrir hvort hann náði að hafa eitthvað með sér. Konurnar tvær sem voru að vinna á skrifstofunni eru ekki alvarlega slasaðar, en voru þó fluttar á slysadeild eftir ránið. Þær voru ekki fáanlegar í viðtal skömmu eftir hamaganginn, enda skiljanlega mikið brugðið við þennan óvænta atburð. Fréttir Innlent Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri réðst inn á skrifstofur Bónusvídeós í Hafnarfirði í dag, barði tvær konur og reyndi að ræna töskum með peningum í. Hann var yfirbugaður af vegfarendum eftir að hafa stokkið út um glugga í meira en fjögurra metra hæð. Maðurinn, sem virðist hafa þekkt eitthvað til, fór inn um dyrnar sem við sjáum hér og beinustu leið upp stiga sem liggur inn á skrifstofurnar á annarri hæð. Fyrir utan beið félagi hans á bíl. Þegar maðurinn kom inn á skrifstofurnar laus upp úr klukkan eitt voru þar tvær konur að störfum, sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar maðurinn réðist á þær og kýldi í jörðina. Að því loknu tók hann töskur með peningum í, notaðist við hamar til að brjóta stóra rúðu og henti ránsfengnum þar út. Sjálfur stökk maðurinn svo út um gluggann, beinustu leið á eftir fengnum. Nokkrir vaskir vegfarendur sem áttu leið hjá náðu að elta manninn uppi og halda honum þar til lögregla kom á vettvang. Félagi hans sem beið á bílnum fyrir utan brunaði strax í burtu. Lögreglan leitar hans enn og ekki liggur fyrir hvort hann náði að hafa eitthvað með sér. Konurnar tvær sem voru að vinna á skrifstofunni eru ekki alvarlega slasaðar, en voru þó fluttar á slysadeild eftir ránið. Þær voru ekki fáanlegar í viðtal skömmu eftir hamaganginn, enda skiljanlega mikið brugðið við þennan óvænta atburð.
Fréttir Innlent Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira