
Innlent
Fíkniefni finnast á Sauðárkróki
Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var tekinn í teiti í heimahúsi og fundust á honum rúm sex grömm af hassi og tæplega þrjú grömm af amfetamíni sem hann ætlaði til sölu. Málið telst upplýst.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×