Smáskjálftar út frá Gjögurtá
Hrina smáskjálfta varð út frá Gjögurtá, út af austanverðu mynni Eyjafjarðar í gær. Alls mældust 69 skjálftar og voru þeir sterkustu 1,7 á Richter. Jarðvísindamenn á Veðurstofunni segja hrynur sem þessar algengar út af Norðurlandi og að hrinan í gær viti ekki á frekari tíðindi.