Heims- og Ólympíumeistarinn í 100 metra spretthlaupi Justin Gatlin gæti átt yfir höfði sér ævilangt keppnisbann. Hann féll á lyfjaprófi í apríl og B prufa reyndist einnig vera jákvæð fyrir testósterón.
Gatlin tilkynnti á laugardaginn að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl. Það hefur verið staðfest nú að hann féll einnig á B prufu.
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur málið fyrir og útlitið er vægast sagt dökkt fyrir meistarann sem gæti átt yfir höfði sér ævilangt keppnisbann.