Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Í tilkyningu frá samtökunum segir að Bandaríkjastjórn hafi komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm í gær krefðist þess að tafarlausu vopnahlé yrði komið á, og Bretland og Þýskaland hafi komið í veg fyrir að Evrópusambandið beitti sér í málinu.
Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma stríðsátökin í Líbanon
