
Fótbolti
Niðurstöðu að vænta í kvöld

Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast.